Torfufell 31, 111 Reykjavík

3 Herbergja, 78.10 m2 Fjölbýlishús, Verð:31.900.000 KR.

Fasteignasalan Sund kynnir í einkasölu: Þriggja herbergja íbúð í góðu fjölbýli.  Eignin telur hol, eldhús, tvö svefnherbergi, sofu/borðstofu, baðherbergi og yfirbyggðar svalir. Nánari lýsing:  Gengið er inn í hol með dúk á gólfi og stórum fataskáp. Úr holi er gengið inn í önnur rými íbúðar.   Baðherbergi er endurnýjað að hluta, flísalagt gólf, upphengt salerni, nýtt baðkar og innrétting. Stofa / borðstofa er rúmgóð og með stórum gluggum. Dúkur á gólfi. Útgengt á yfirbyggðar svalir sem snúa í suðvestur. Eldhús er með ljósri innréttingu á tveimur veggjum, efri skápar á öðrum. Borðkrókur. Plastparket á gólfi. Hjónaherbergi er með fataskáp, plastparket á gólfi. Herbergi með plastparket á gólfi og fataskáp. Þvottahús er í sameign þar sem er þvottavél og þurrkari. Í sameign er hjóla og vagnageymsla ásamt sérgeymslu. Sigagangur og sameign eru snyrtileg og húsið hefur nýlega verið klætt að utan og skipt um glugga og gler.   Allar nánari upplýsingar veitir Jónas Örn Jónasson, lgf. og Gylfi í síma 822-0700 eða gylf@fastsund.is. Vegna ...

Hléskógar 5, 109 Reykjavík

5 Herbergja, 267.10 m2 Einbýlishús, Verð:69.900.000 KR.

*** EIGNIN ER SELD *** Fasteignasalan Sund kynnir í einkasölu: Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum.   Glæsilegt einbýlishús á eftirsóknarverðum stað í Reykjavík. Gengið upp tröppur að aðalinngangi. Komið er inn forstofu, þar sem eru nýir fataskápar úr mahogany og á gólfi eru flísar og með hita í gólfi. Lítið gestasalerni er í forstofu einnig með hita í gólfi.   Á hægri hönd eru svefnherbergi með parket á gólfi og síðan er komið inn í hol þar er parket á gólfi. Á vinstri hönd er stofan flísalögð og útgengt á stórar svalir meðfram öllu húsinu að framanverðu. Holið er borðstofa með parket á gólfi.  Úr borðstofu er gengið inn í eldhús, sem er með flísum á gólfi. Innaf eldhúsi er þvottaherbergi og fyrir ofan þvottaherbergið er stórt háaloft.    Á hægri hönd frá holi eru þrjú svefnherbergi út frá gangi með parketi á gólfi. Baðherbergi er ...

Háberg 7, 111 Reykjavík

1 Herbergja, 42.90 m2 Fjölbýlishús, Verð:18.900.000 KR.

Fasteignasalan Sund kynnir í einkasölu: Skemmtilega íbúð í Breiðholti.   Um er að ræða fallega 42 fermetra, 1 herbergja íbúð á 1 hæð í Hábergi í Breiðholti. Anddyri:  Gengið er inn í hol með baðherbergi á hægri hönd. Góðir skápar í holi. Eldhús:  Ný innrétting í eldhúsili, ofn, spanhelluborð. Svefnrými: Stúkað hefur verið af rými sem er svefnrými íbúðarinnar. Stofa/borðstofa:  Er opin að við eldhús. Gengið út í garð. Stórir og góðir gluggar. Á gólfum eru parket og dúkur Gengið er úr stofu út í lítinn afgirtan garð.   Sér geymsla á jarðhæð auk hjóla/vagna geymslu og sameiginlegu þvottahúsi þar sem hver er með sína vél. Þegar á heildina er litið er hér um mjög huggulega íbúð að ræða í göngufæri við Hólagarð en þar er Bónus, hárgreiðslustofa, verslanir og matsölustaðir svo fátt eitt sé nefnt.  Í íbúðinni er ljósleiðari.   Til að bóka skoðun eða fá nánari upplýsingar hafið samband við ...